Veitt lán
Ríki og sveitarfélög veita lán, sem fara að stærstum hluta til einstaklinga, og fjármagna til dæmis nám eða húsnæðiskaup, fyrirtækja og sjóða utan A-hluta. Lánin teljast til eigna hins opinbera.
Félög í eigu ríkissjóðs
Íslenska ríkið á alfarið eða ráðandi eignarhluti í ýmsum fyrirtækjum og félögum með mismunandi starfsemi og markmið. Þessir aðilar eru margir stórir og áhrifamiklir á íslenskum markaði og gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Hér fyrir neðan má sjá verðmæti eignarhluta ríkisins í fyrirtækjum og félögum á árinu 2021.












Skuldaþróun
Skuldir hins opinbera samanstanda af skuldum A-hluta ríkissjóðs og A-hluta allra sveitarfélaga landsins. Myndin sýnir heildarskuldir samkvæmt lögum um opinber fjármál. Það eru heildarskuldir að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum.
Skuldir og skuldbindingar hins opinbera
Meirihluti af skuldum hins opinbera eru skuldir ríkissjóðs. Rúmlega helmingur heildarskulda og skuldbindinga hins opinbera eru útgefin verðbréf A-hluta ríkissjóðs á innlendum markaði. Lífeyrisskuldbindingar teljast ekki til skulda heldur skuldbindinga en eru hafðar hér til samanburðar.
Hverjir eru eigendur innlendra ríkisverðbréfa?
Ríkissjóður fjármagnar sig að hluta með útgáfu ríkisskuldabréfa og víxla. Fjárfestar kaupa verðbréfin og fá af þeim fjármagnstekjur úr ríkissjóði. Lífeyrissjóðir landsins eru stærstu eigendur innlendra ríkisverðbréfa á markaði. Myndin sýnir hlutfallslega skiptingu eigenda ríkisverðbréfa.